GG fór létt með KB

20.Maí'16 | 09:40

GG sigraði lið KB 4-1 í 4. deild karla B á Grindavíkurvelli í gærkveldi. 

Hinn reyndi leikmaður Scott Ramsey braut ísinn strax á 8. mínútu leiks er hann skoraði fyrsta mark GG. Ray Anthony Jónsson náði svo að setja annað rétt fyrir hálfleik og staðan 2-0. 

Jón Unnar Viktorsson gerði sér svo lítið fyrir í seinni hálfleik og setti 2 mörk á stuttum tíma og silgdu GG menn góðum sigri í höfn. KB náði að klóra í bakkan í uppbótartíma með einu marki. 

Þetta er aldeilis góð byrjun á Grindvísku fótboltasumri en öll liðin unnu leiki sína örugglega í vikunni.