Fylltar kjúklingabringur

Gylfi er kokkur vikunnar

26.Maí'16 | 03:51

Fylltar kjúklingabringur með ferskum mozzarella og basilpestó, hvítlauksmarineraðar.


4-6 Kjúklingabringur 
1) Vasi skorinn í kjúklingabringurnar
2) Bringurnar næst marineraðar í hvítlauksleginum í 4-6 klst. (4 hvítlaukar maukaðir í olíu, 200 gr. íslenskt smjör brætt útí, passa að kæla smjörið vel áður en hvítlauksolíunni er hellt útí, salt og pipar)
3) Að lokum eru bringurnar fylltar með ostinum og pestóinu.
Grillað, gott er að geyma hvítlauksmaukið og pensla bringurnar annað slagið á grillinu.
 
Gott að bera fram með grilluðu rótargrænmeti og hvítlaukssósu.
Rófur, gulrætur, sætarkartöflur, paprikur og laukur skorið frekar smátt í bakka. 
Við notum fetaost með tómötum og ólífum og stráum yfir grænmetið ásamt dassi af olíunni líka.


Ég skora svo á Björn Steinar Brynjólfsson að galdra fram eitthvað ljúffengt handa okkur.