Hinrik mun ekki spila fyrir Grindavík næsta körfuboltatímabil

26.Maí'16 | 08:01

Hinn ungi og efnilegi bakvörður Hinrik Guðbjartsson hefur sagt skilið við uppeldisfélagið Grindavík og hefur samið við körfuknattleikslið Vestra á Ísafirði. 

Grindvíkingurinn Nökkvi Harðarson hefur einnig samið við Vestra, en hann spilaði með KFÍ einsog Vestra var og hét og þjálfaði einnig fyrir félagið. Báðir eru þessu flottir drengir uppaldir Grindvíkingar og urðu Íslandsmeistarar með unglingaflokki 2016. Hinrik fékk tækifæri með meistaraflokk Grindavíkur í fyrra og stóð sig með prýði, hann mun því skilja eftir sig stórt gat næsta tímabil. Við óskum þessum glæsilegu íþróttamönnum velfarnaðar á nýjum og spennandi stað.