Skilaboð frá Ásgeiri Ingólfs fyrirliða

28.Maí'16 | 12:59

Elsku bestu Grindvíkingar nær og fjær. 
Það er gaman að vera Grindvíkingur í dag, liðið á flugi bæði í kk og kvk og það er æðislega gaman að vera hluti af þessu. 

Ég vil þakka ykkur sem mætt hafa á leiki hjá okkur æðislega fyrir frábæran stuðning! Þetta er ógeðslega gaman. 
En að máli málanna, við eigum útileik á morgun við Keflavík. Um er ræða venjulegan deildarleik, en fjandinn hafi það þetta er leikur um Reykjanesið, burt seð fra fyrri úrslitum þa skiptir það engu máli! Þetta er uppá stoltið. Kæru Grindvíkingar mætið og styðjið okkur! Sé ykkur kl 14:00 í Keflavík. 
Áfram Grindavík og áfram Stinningskaldi!
-Ásgeir