Grindavik í toppsæti Inkasso deildarinnar

2.Júní'16 | 21:12

Strákarnir okkar í fótboltanum sigruðu Leiknir R. 4-0 fyrr í kvöld er liðinn mættust í toppslag í 1. deild karla. 

Fyrir leikinn voru bæði lið með 10 stig á toppnum og því var um hreinan toppslag að ræða, eftir sigurinn í kvöld er Grindavík í 1. sæti með 12 stig eftir fimm umferðir. 

Grindvíkingar byrjðuðu vel og áttu fyrsta færi leiksins sem fór beint á markmann gestanna. Eftir það var bara tímaspursmál hvenær fyrsta markið myndi koma. Biðin varð þó aðeins lengri en eftir frábæran leik Grindvíkinga skoraði Rodrigo Gomes á 33. mínútu eftir að hafa skotið í stöng, fengið hann aftur og skorað úr seinni tilraun. Staðan 1-0 í hálfleik. 

Grindavík hélt áfram að spila góðan bolta og skapa sér færi í seinni hálfleik og lá annað markið í loftinu er það kom á 65. mínútu þegar Andri Rúnar skorar fallegt mark  eftir frábært spil heimamanna upp hálfan völlinn. Á 83. mínútu gerir Grindavík skiptingu og Juan Manuel Ortiz kemur inn á fyrir Andra Rúnar. Það reyndist vera mikilvæg skipting því Juan Manuel skoraði marks strax í fyrstu snertingu á sömu mínútu og hann kom inn á þegar hann stangar boltann í netið eftir hornspyrnu. Juan skoraði síðan annað mark sitt í leiknum á 7 mínútum þegar hann kemst einn í gegn og nær að koma boltanum yfir markmann Leiknis R. Frábær og skemmtilegur sigur staðreynd og er fótbotlasumarið svo sannarlega að fara vel af stað hjá Grindvíkingum. Það verður gaman að fylgjast með þeim í sumar ef þeir ætla bara að halda áfram að toppa sig leik eftir leik. 

Það er ekki hægt að kvarta yfir svona spilamennsku í bongoblíðu, nú má Sjóarinn síkáti byrja. 

ÁFRAM GRINDAVÍK.