Pottabrauð með rósmarín og hvítlauk

6.Júní'16 | 04:13

Þetta einfalda pottabrauð er frá Evu Laufey Kjaran.

Uppskrift: 

 

  • 470 g brauðhveiti frá Kornax

  • 370 ml volgt vatn

  • 1 tsk salt

  • 1/4 tsk þurrger

  • 1 msk ferskt rósmarín

  • 2 hvítlauksrif
     

Aðferð:

Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið vatni saman við. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið við stofuhita í að minnsta kosti tólf klukkustundir.
Hellið deiginu á hveitistráðborð og stráið smá hveiti yfir deigið. Saxið rósmarín og hvítlauk mjög smátt og blandið við deigið.
Hnoðið deigið rétt aðeins í höndunum og brjótið það saman þannig að það myndi kúlu.
Smyrjið ofnpott með olíu og setjið pottinn inn í ofn við 230°C.
Takið pottinn út úr ofninum, setjið brauðið í pottinn og inn í ofn í 30 mínútur. Þegar 30 mínútur eru liðnar takið þið lokið af pottinum og bakið áfram í 10 – 15 mínútur.

IMG_4723IMG_4725