Jóhann Árni segir skilið við Grindavík

7.Júní'16 | 04:19

Jóhann Árni Ólafsson mun ekki spila með Grindavík í Dominos-deild karla næsta tímabil þar sem hann hefur skrifað undir samning við uppeldisfélagið sitt Njarðvík. 

Jóhann Árni kom fyrst til Grindavíkur árið 2011 og vann Íslandsmeistaratitil með liðinu 2012 og 2013. Hann átti í basli með meiðsli síðasta tímabil en var með 10.8 stig, 5.4 fráköst og 3.3 stoðsendingar það er því mikill missi fyrir Grindavíkurliðið. 

Jóhann Árni mun áfram búa í Grindavík og starfa þar en hann mun áfram þjálfa yngri flokka hjá Grindavík auk þess að vinna með unglingum í grunnskólanum.

Hann eltir því besta vin sinn Daníel Guðna Guðmundsson yfir til Njarðvíkur en hann tók við þjálfun liðsins fyrir næsta tímabil af Friðriki Inga Rúnarsyni. 

Það verður erfitt fyrir Grindavíkurliðið að fylla upp í skarð Jóhanns en við óskum honum velfarnaðar í framtíðinni.