Geggjað góður fiskréttur frá bestu tengdamömmu í heimi

Björn Steinar er kokkur vikunnar

8.Júní'16 | 09:04

Geggjað góður fiskréttur  frá bestu tengdamömmu í heimi  

  • 2 flök af þorski

  • 1 stk lauk,

  • 1 stk paprika

  • 2 hvítlauksri 

  • Salt 

  • karrý

  • steinselja

  • Timian

  • ½ L Rjóma 

  • Ananassafa 

 

Flökin eru skorin í meðal stóra bita, eftir það eru þeim velt uppúr hveiti. 
Bræðið smjör og karrý a pönnu og steikið fiskinn. 
Raðið fiskinum i eldfast mót.


Sósan 
Notið sömu pönnuna eftir steikingu og setjið grænmetið og rjóma á. Salt, karrý og timían er sett úti og smakkað til. Til að bragðbæta aðeins betur og gera sósuna aðeins sætara er bætt við smá ananas safa, ekki of mikið svo má hella sósunni yfir fiskinn í eldfasta mótið.  Gott er að setja ost ofan á og svo inn í ofn í c.a 10-15 min.

Ég skora a Sigurð Óla Hilmarsson hinn mikla matgæðing og snilling í eldhúsinu.