Þorskur í karrýsósu

9.Júní'16 | 04:38

Ljúffeng uppskrift frá Ljúfmeti.com.

Uppskrift: 

  • 800 g þorskur

  • smjör

  • 3 dl matreiðslurjómi

  • 1 msk karrý

  • smá cayennepipar

  • 10 kirsuberjatómatar

  • 1/2 grænmetisteningur

  • maizena

Skerið þorskinn í 2 x 2 cm bita (hafi fiskurinn verið frosinn er gott að skera hann áður en hann þiðnar alveg) og steikið í smjöri í nokkrar mínútur. Kryddið með karrý, hellið rjóma yfir og myljið hálfan grænmetistening yfir. Látið suðuna koma upp. Skerið kirsuberjatómata í tvennt og bætið út í. Látið sjóða áfram þar til tómatarnir eru orðnir mjúkur. Smakkið til með cayennepipar (farið varlega og byrjið bara á örlitlu). Þykkið með maizena. Berið fram með hrísgrjónum eða soðnum kartöflum.