Grindavíkurstúlkur töpuðu fyrir norðan

12.Júní'16 | 08:39

Fótbotlastelpurnar hafa verið á blússandi siglingu í 1. deild kvenna í byrjun sumars og eru í fyrsta sæti í deildinni. Þær fengu þó gríðarlegan skell í gærkveldi er að þær mættu Pepsí-deildar liðinu Þór/KA í 16- liða úrslitum Borgunarbikars kvenna. 

Heimamenn voru með yfirhöndina allan leikinn og var staðan 5-0 í hálfleik og endaði leikurinn 6-0. Þetta hefur verið góð reynsla fyrir stelpurnar því það sem drepur þig ekki gerir þig sterkari. 

ÁFRAM GRINDAVÍK!