Útileikur hjá Mfl. kk í knattspyrnu

12.Júní'16 | 08:46

Grindavík sækir HK heim í Kópavoginn í dag kl. 14:00.

Leikið verður í 6. umferð Inkasso deildarinnar í dag og mun Grindavík mæta HK á útivelli kl. 14. Grindavík er sem stendur í 1. sæti deildarinnar og hefur verið á blússandi siglingu í upphafi tímabils með aðeins einn tapaðan leik á móti grönnum sínum í Keflavík. HK er í 11. sæti deildarinnar með tvö jafntefli og þrjú töp. Við hvetjum fólk til að gera sér fjölskylduferð í Kópavoginn í dag og hvetja strákana okkar til sigurs. 

ÁFRAM GRINDAVÍK!!!