Vanillubúðingur með chiafræjum

13.Júní'16 | 04:02

Frábær og einfaldur morgunmatur frá hinni skemmtilegu Guðrúnu Veigu á Hun.moi.is.

Uppskrift:

  • 1 og ¼ bolli af létt kókosmjólk/möndlumjólk/léttmjólk (ókei, hvaða mjólk sem er)

  • 2 matskeiðar hlynsýróp

  • ½ teskeið vanilla extract

  • ½ bolli chiafræ

Hrærið þessu vel saman í hæfilega stóra krukku og stingið inn í ísskáp í að minnsta kosti 3 klukkutíma áður en hann er borðaður. Morguninn eftir má svo skreyta búðinginn.