Túrmerik te fyrir heilsuna

15.Júní'16 | 06:23

Túrmerik te eða fljótandi gullið er vinsæll drykkur um gervalla Asíu. Túrmerik á að vera bólgueyðandi og vinna gegn sýkingum í líkamanum. Sumsé algjör heilsubótardrykkur!

Uppskrift:

  • 1 bolli kókos mjólk

  • 1 bolli vatn

  • 1 mtsk Ghee (eða venjulegt smjör)

  • 1 mtsk hunang

  • 1 tsk túrmeric duft eða ferskt rifið

Aðferð:

Hitið vatnið og kókosmjólkina í potti og bætið smjöri, hunangi og túrmerik saman við og hitið áfram í 2 -3 mínútur. Hrærið saman þar til allt hefur samlagast og orðið vel heit.

Hellið í glös eða bolla og njótið!