Hollar súkkulaðibitakökur í ferðalagið

16.Júní'16 | 07:10

Það er alltaf gott að taka með sér smá bakkelsi í ferðalagið yfir sumarið en maður getur stundum gleymt sér í sætindum og sukkeríi og því er þessi frábæra uppskrift frá Gulur, rauður, grænn og salt tilvalin í að friða samviskuna. 

 • Uppskrift: 

 • 150 g möndluhveiti, t.d. Almond flour frá NOW

 • ¼ tsk sjávarsalt

 • 1/8 tsk lyftiduft

 • ¼ tsk kanill

 • 3 msk kókosolía, fljótandi

 • 2 msk hlynsíróp eða hunang

 • 1 ½ tsk vanilludropar

 • ½ -1 msk vatn, ef þarf

 • 30- 50 g dökkt súkkulaði

 1. Blandið saman möndluhveiti, salti, lyftidufti og kanil.

 2. Bætið kókosolíu, hlynsírópi og vanilludropum saman við.

 3. Bætið við vatni eftir þörfum eða þar til deigið helst saman og látið að lokum saxað súkkulaði saman við.

 4. Mótið í smákökur og setjið inn í 175°c heitan ofn og bakið í  um 10 mínútur eða þar til endarnir eru orðnir gylltir. Leyfið súkkulaðibitakökunum að standa í 10 mínútur (mikilvægt svo þær nái að harðna). Berið fram og njótið.