Draumaterta

19.Júní'16 | 11:05

Þessi terta stendur undir nafni og er algjör draumur sem er tilvalin í sunnudagskaffið frá síðunni Albert eldar.

Uppskrift: 

 

 • 5 egg

 • 200 g sykur

 • 150 g pekanhnetur, saxaðar

 • 150 g döðlur, saxaðar

 • 150 g suðusúkkulaði, saxað

 • 70 g kornflex

 • 1/3 tsk salt

 • 1 1/2 tsk lyftiduft

 • 1/2 l rjómi

Fílakaramellukrem:

 • 200 g Fílakaramellur

 • 1 dl rjómi

Botnar: 

Þeytið saman egg og sykur. Bætið hnetum, döðlum, súkkulaði, kornflexi og lyftidufti. Blandið saman við með sleikju. Bakið í tveimur krinlóttum formum við 200°í ca 20-30 mín. Kælið botnana

Þeytið rjómann og setjið á milli botnanna.

Bræðið karamellurnar í potti með rjómanum. Hellið yfir kökuna.

Látið tertuna bíða í ísskáp í nokkra klukkutíma – bjóðið í kaffi. Þessari má gjarnan deila

Uppskriftin birtist upphaflega á hinni ágætu síðu eldhússögur.com en hér er hún lítillega breytt