U15 kvk enduðu í 4. sæti á Copenhagen invitational

20.Júní'16 | 06:45

Íslensku stelpurnar töpuðu síðasta leiknum um bronsið á móti heimastúlkum. Þjálfarar eru Grindvíkingum kunnir en það voru þeir Daníel Guðni Guðmundsson og Pétur Guðmundsson sem voru þjálfarateymi meistaraflokks kvenna í Grindavík síðasta tímabil. 

Stelpurnar mættu dönum í gær eftir að hafa tapað í undanúrslitunum gegn sterkum Finnum deginum áður. Danir höfðu unnið íslensku stelpurnar 61-29 síðastliðinn fimmtudag og því ljóst að við ramman reip yrði að draga. Íslensku stelpurnar byrjðuðu þó mjög vel og jafnt var langt fram í fyrsta hlutann en þær dönsku náðu góðum endaspretti og staðan í lok fyrsta leikhluta var 11-19. Eftir það sigu þær dönsku meira og meira framúr, eftir annan leikhluta var staðan 19-39 og eftir þriðja 28-55 og að lokum sigruðu þær 30-82 og fengu bronsverðlaun.

Stigaskor: Alexandra 6, Ólöf 5, Ásta 4, Sigurbjörg 4, afmælisbarnið Sigrún 4, Stefanía 3, Anna 2 og Vigdís 2.

Grindvíkingarnir Sigurbjörg, Ólöf og Vigdís komu allar við sögu í leiknum og stóðu sig með prýði á mótinu. 

Liðið kom heim í gærkveldi.