Þorskhnakkar i Miðjarðarhafssósu

22.Júní'16 | 04:39

Frábær fjölskyldu uppskrift frá Eldhússögum.

Uppskrift: 

 • 600 g þorskhnakkar

 • 1 msk rósapipar, mulinn

 • salt og grófmalaður svartur pipar

 • safi úr 1/2 sítrónu

 • smjör til steikingar

 • 1 dós niðursoðnir tómatar

 • 150 g sveppir, niðursneiddir

 • 1 lítill rauðlaukur, saxaður fínt

 • 2 hvítlauksrif, söxuð smátt

 • 1 dl hvítvín

 • mozzarella ostur, rifinn

 • 1 egg

IMG_8734

Ofninn er hitaður í 200 gráður og stilltur á grill. Fiskurinn er kryddaður með rósapipar, salti, pipar og sítrónusafanum dreift yfir fiskinn. Fiskurinn er steiktur á pönnu upp úr smjörinu á báðum hliðum þar til hann hefur náð góðum lit á báðum hliðum. Þá er hann tekinn af pönnunni og lagður í smurt eldfast mót. Sveppum, lauk og hvítlauk bætt út á pönnuna. Þetta er steikt í smástund (smjöri bætt við eftir þörfum) og þá er tómötum og hvítvíni bætt út á pönnuna, saltað og piprað. Sósan er látin malla í ca. 10 mínútur. Þá er henni hellt yfir fiskinn.

IMG_8736

Eggi er blandað saman við mozzarella ostinn og því næst er honum dreift yfir réttinn. Hitað í ofni sem er stilltur á grill við 200 gráður í um það bil 15 mínútur eða þar til osturinn hefur náð lit og fiskurinn er eldaður í gegn.

IMG_8742