Myndband

Sniðugur selur, myndband

26.Júlí'16 | 23:25
Selur

Mynd mbl.is

Útsjónarsamur selur fann leið til að éta fisk beint úr rækjutrolli á grænlenskum togara. Selurinn kom sér fyrir við skilju efst í poka trollsins og tíndi þar upp í sig hvern fiskinn á fætur öðrum. Hann nýtir sér veiðigetu togarans.

Skiljum í trollum er ætlað að stærðar og tegundarflokka við veiðar. Rækjan fer í gegnum rimlana sem þið sjáið í myndbandinu en annar fiskur fer að lokum út um gatið þar sem að selurinn kemur inn um til að veiða sér fisk.  

Það er veiðarfærafyrirtækið Vónin sem deilir myndbandi af ráðagóða selnum á Facebook-síðu sinni. Samkvæmt færslu fyrirtækisins var trollið dregið á 400 metra dýpi.