Tekinn, sjöundi hluti

1.Ágúst'16 | 05:12

Ætli næst verði ekki að fylgja saga af annarri töku á mig sjálfan......  En þar náði Jónsi fram hefndum og fékk Eirík Leifsson með sér í lið.  

Jónsi hafði fengið sér nýtt grill og í grillveislu þar sem Eiríki og Laufeyju frænku og konu Eiríks var boðið þá fæddist hugmynd sem náði alla leið í mark og vel það!  Eiríkur hringdi í mig fljótlega eftir þessa grillveislu og sagðist ekki meika þessa pissukeppni Jónsa lengur og nú myndum við kaupa okkur miklu stærra grill en Jónsi hafði fengið sér!  Hann sendi mér mynd af gripnum og WÁ!!!!  Það var kælir í því, innbyggt útvarp og ég veit ekki hvað og hvað!!!  (ok, ýki kannski með innbyggða útvarpið)  Ég sagðist ekki taka þátt í svona pissukeppni en Eiríkur gaf sig ekki, sagðist þekkja manninn sem væri að flytja þetta inn og við myndum fá þetta á fáranlega góðum afslætti.  Ég sagðist vera nýbúinna ð fá mér nýtt grill og það stóð ekki á Eiríki, „pabba vantar grill, hann kaupir það gamla  bara af þér“  Ég var fallinn!

Þetta var ca mánuði áður en takan endaði en í millitíðinni þá vissu nánast allir af þessu í Grindavík.........  Mér er minnisstætt í afmæli Irmýar konu Jónsa en þá var Jónsi mikið að skjóta á okkur Eirík fyrir okkar amatöra-grill.  Ég hvíslaði að öllum að við Eiríkur værum heldur betur að ná Jónsa, værum að fá mikla stærra og flottara grill!!!

Svo þegar kom að afhendingunni þá man ég þegar ég keyrði niður Ásabrautina að ég sá varla í húsið mitt fyrir umbúðunum utan af grillinu!!  Þvílík pakkning og ég var eins og krakki í sælgætisbúð þegar ég rauk inn og náði í hníf til að skera umbúðirnar utan af.  Sagði að það yrði gaman að sjá svipinn á Jónsa þegar hann myndi sjá þetta grill!  Ég tætti síðan umbúðirnar af og við mér blasti ryðgað ömurlegt og handónýtt grill, ónýtur ískápur og ég veit ekki hvað og hvað!!  Jónsi kom fljótlega innan úr bílskúrnum og ekki nóg með það, þá náði Laufey frænka öllu upp á videó!!  Mun þetta væntanlega rata á youtube við tækifæri.......

Það var ótrúleg „tilviljun“ hversu margir rúntuðu fram hjá húsinu mínu þetta kvöld.............