Tekinn, áttundi hluti

7.Ágúst'16 | 04:02

Ég náði Albínu leikskólastjóra eitt sinn ansi vel.

Ég hafði mætt einhver ár á undan á Leikskólann Krók þar sem dætur mínar voru, og spilað jólalög fyrir börnin.  Þau sungu og dönsuðu með, mikið stuð og færði þetta mér alltaf jólaandann beint í æð.  Eitt árið var mér nú hugsað til Leikskólans Laut en þar réði Bína ríkjum.  Ég sagði henni frá því hvað ég hefði gert undanfarin ár á Króki og spurði hana hvort hún vildi ekki að ég myndi kíkja líka á Laut.  Hún hélt það nú.  Þar með opnaðist möguleiki.

Ég mætti og tók dætur mínar tvær, Arneyju og Karólínu með og héldum við uppi stuði í dágóða stund.  Þetta var á föstudegi ef ég man rétt og á mánudeginum útbjó ég svohljóðandi reikning og lét færa henni:

Spilamennska Sigurbjörn 30.000

Söngur Arney 5.000

Söngur Karólína 5.000

Slitinn strengur 250 kr

Akstur 2500 kr

Samtals 42.750

Með vsk 53.223

Skrifaði svo þetta á reikninginn: „Helst myndi ég vilja fá alla upphæðina með vsk, í seðlum beint í vasann ;)

Bína hringdi þennan dag í mig, ekki alveg sátt.......  Gaman væri að eiga þetta símtal líka á tölvutæku en við tókumst talsvert á um þetta.  Ég spurði hana hvernig í ósköpunum henni dytti í hug að ég myndi bara gera þetta frítt, ég þyrfti að fá fyrir salti í grautinn eins og aðrir!  Hún vildi meina að ég hefði átt að láta hana vita fyrirfram en ég sagðist bara hafa gert ráð fyrir að hún myndi vita að ég væri ekkert að gera þetta frítt.

Gaman að þessu