Lottó miðinn

Tekinn 10 hluti

9.September'16 | 04:49

Ég mun fara í alvarlega naflaskoðun ef ég kem einhvern tíma með kvikindslegri töku en hugmyndina af þessari átti vinur minn, Nökkvi Már Jónsson.  Hann gat sett textavarp sjónvarpsins upp á nánast nákvæmlega eins máta og það raunverulega lítur út.  Það eina sem ég þurfti að passa var að ýta á play á dvd-spilarnum á réttum tíma og eftirleikurinn yrði auðveldur.   Við höfðum reynt þetta í matarklúbbi en tókst ekki alveg nógu vel en þegar ég lét aftur til skarar skríða þá voru fórnarlömbin skólarfélagar mínir úr Háskólanum í Reykjavík.

Við hittumst 1x á ári og gerðum okkur glaðan dag, fórum í golf o.fl.  Þetta árið sagði ég þeim að taka með sér 5 raða lottóseðil því það myndi fara fram fjölþraut að grindvískum sið.........  Hinar og þessar þrautir fóru fram yfir daginn, golf, skotkeppni og eitthvað fleira sem ég man ekki núna og sigurvegarinn í hverri þraut fékk á bilinu 1-5 lottóraðir frá mér og lokaniðurstaðan í þessari grindvísku fjölþraut átti að vera hve marga rétta í lottóinu menn myndu fá á öllum seðlum...... 

Ég var búinn að velja fórnarlambið og á slaginu 23:07 fórum við í „textavarpið“ til að sjá lottóútdrátt kvöldsins.  Eftir ca 10 sekúndur varð ég að þykjast stimpla inn 381 á síðu textavarpsins og svo var bara að fara yfir tölurnar.

Afraksturinn má sjá hér:  https://www.youtube.com/watch?v=MRchi5AOfC8 

Því miður þá planaði ég þetta ekki alveg nægilega vel og smellti bara camerunni upp rétt áður en við fórum yfir tölurnar.  Því miður var spólan að verða búin og því nást eingöngu þessar tæpu 4 mínútur!  Það sem kom í kjölfarið var í raun ennþá fyndnara því ég spurði svo lottóvinningshafann á hvaða seðil réttu tölurnar hefðu komið og þá „kom í ljós“ að þetta hafði komið á seðilinn sem ég lét hann fá, seðil sem ég hafði keypt......  Ég vildi meina að þar með ætti ég seðilinn og upphófst talsvert rifrildi í dágóðan tíma.  Ég reyndi að semja við vinningshafann um að við myndum skipta pottinum 50/50.  Félagar mínir áttu ekki til orð yfir mig!!

Fljótlega kom svo lokafréttin á forsíðu textavarpsins: „Lottógrín fer úr böndunum í Grindavík“ og þá áttuðu félagar mínir sig auðvitað.  Allir nema sjálfur lottóvinningshafinn sem þarna var búinn að hringja í bróður sinn og bjóða honum í golfferð hehehe.  Hann vildi ekki trúa að þetta væri taka og hékk það sem eftir lifði kvölds fyrir framan tölvuskjáinn inn á lotto.is til að sannreyna útdrátt kvöldsins.  Því miður var kvöldið búið hjá honum þarna, vonbrigðin það mikil