Páll Valur Björnsson skrifar

Til hvers eru stjórnmálamenn?

21.Október'16 | 00:30

Að mínu mati hafa stjórn­mála­menn það eina hlut­verk og þá einu skyldu að gera það sem í þeirra valdi stendur til að bæta lífs­gæði fólks í nútíð og fram­tíð og að tryggja því sem jöfn­ust tæki­færi. Ég er sann­færður um að þjóð­fé­lag þar sem sátt er um það meg­in­mark­mið að tryggja fólki og fyr­ir­tækjum sem jöfn­ust tæki­færi tryggir líka almenna vel­meg­un, frelsi, fram­tak og sann­girni og og stuðlar þannig að stór­bættum lífs­gæðum og ham­ingju alls almenn­ings.

Við sem störfum í Bjartri fram­tíð viljum skipu­leggja þjóð­fé­lagið þannig að allir lands­menn hafi jöfn tæki­færi til að nýta marg­breyti­lega hæfi­leika sína sjálfum sér og okkur öllum til fram­drátt­ar. Við leggjum áherslu á að allt þetta sé gert í full­kominni sátt við nátt­úr­una og umhverf­ið, með sjálf­bærni og ábyrgð og lang­tíma­hags­muni þjóð­ar­innar að leið­ar­ljósi. Við viljum leggja okkar af mörkum við að byggja hér upp lif­andi efna­hags- og vel­ferð­ar­kerfi sem býr við heil­brigt sam­keppn­isum­hverfi sem hvetur fjár­festa og frum­kvöðla til fram­taks, athafna og fjár­fest­inga. Það mun skapa ótal tæki­færi? tæki­færi sem munu gera okkur öllum kleift að fá vinnu sem henta okkar marg­vís­legu hæfi­leikum og áhuga­mál­um.

Enga for­dóma

Við í Bjartri fram­tíð viljum leggja okkar lóð á vog­ar­skál­arnar til þess að hér verði gott að lifa og starfa fyrir alla og allir fái tæki­færi til að vera með, án þess að þurfa að þola mis­munun og for­dóma. Þetta hefur alltaf verið mik­il­vægt en þó aldrei sem nú á þessum tímum fjöl­menn­ingar og marg­breyti­leika mann­lífs­ins og allra þeirra stór­kost­legu tæki­færa sem því fylgja. Við þurfum að hafa vit á að nýta þessi tæki­færi en reisa ekki veggi og óþarfar, gagns­lausar hindr­anir fyrir okkur sjálf og aðra með þröng­sýni og kjark­leysi.  Stórt skref var stigið í þá átt með full­gild­ingu samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks og með sam­þykkt geð­heil­brigð­is­stefnu til fjög­urra ára í vor sem á að tryggja að þeir sem eiga við geð­heil­brigð­is­vanda að etja fái við­eig­andi þjón­ustu hratt og örugg­lega. Við eigum að sjálf­sögðu að leggja höf­uð­á­herslu á að efla for­varnir og mæta börnum sem eiga við ýmis konar rask­anir að stríða strax á fyrstu stig­um. Börnin okkar eru fram­tíðin og við berum öll saman ábyrgð á að þau fái öll notið öll henn­ar. Það er lang­mik­il­væg­asta verk­efnið sem okkur er treyst fyr­ir, sem ein­stak­lingum og sem sam­fé­lag­i. 

Stöndum saman og vinnum sam­an!

En að byggja hér upp sam­fé­lag sem verður besta útgáfan af sjálfu sér er mikil áskor­un; áskorun sem krefst kjarks og þátt­töku allra þeirra sem þetta sam­fé­lag byggja. Þátt­töku stjórn­valda, sveit­ar­fé­laga, atvinnu­lífs­ins, fræða­sam­fé­lags­ins, hvers konar sam­taka og félaga og ekki síst alls fólks­ins sem í land­inu býr, ungra og gam­alla, kvenna og karla. Við eigum ekki að  ein­blína á það sem skilur okkur að, okkur greinir á um og sundrar okkur heldur eigum við að horfa fyrst og fremst á það sem við eigum sam­eig­in­legt og hvernig við getum eflt og styrkt það sem sam­einar okk­ur.

Sú rík­is­stjórn og það lög­gjaf­ar­þing sem við tekur eftir kosn­ingar verður að taka mann­rétt­indi og skyldur sínar til að gera það sem mögu­legt er til að fólki fái jöfn tæki­færi mjög alvar­lega. Til að tryggja að allir fái notið arðs af sam­eig­in­legum auð­lindum þjóð­ar­inn­ar. Ekki bara fáir útvald­ir. Þannig getum við búið hér til betra og rétt­lát­ara sam­fé­lag, sam­fé­lag sem ræktar heið­ar­leika, kær­leika og ábyrgð ásamt hóf­semd og auð­mýkt, sam­fé­lag sem setur mál­efni barna sinna og þeirra sem höllustum fæti standa í sam­fé­lag­inu í for­gang, sam­fé­lag sem tekur opnum örmum nýjum þegnum sem hér vilja búa, og síð­ast en ekki síst sam­fé­laga sem tryggir eldri borg­urum sínum áhyggju­lausa göngu inn í sól­ar­lag lífs síns.

Þannig sam­fé­lag lendir ekki í hruni, þannig sam­fé­lag setur bönd á græðgina, það hafnar hrok­anum og metur heið­ar­leika og ábyrgð miklu meira en munað og auð. Þannig sam­fé­lag viljum við í Bjartri fram­tíð að okkar góða og gjöf­ula land verð­i.