Svona er þá samfélagið!

26.Október'16 | 01:04

Í kvöld tók ég mig til og ákvað að flokka skrúfusafnið mitt. Meðan ég var að flokka þessu fínu skrúfur og fylgihluti tók ég eftir því að mér fannst ég vera að flokka samfélagið sem við búum í. Þarna voru stórar skrúfur saman komnar sem tóku ótrúlega mikið pláss miða við fjölda, þær voru beinar og ekki svo skítugar.

 Áður en ég hóf þessa miklu yfirferð tók ég mest eftir þeim stóru, þær voru efstar og bersýnilega mikilvægar eða það hélt ég. Þær virkuðu yfir aðra hafnar enda efstar í dollunni. Þær minni sáust varla. Það glitti samt í einhverja nagla, bogna eftir að hafa reynt að standa sig en þeir höfðu verið fjarlægðir. Einnig voru þarna ýmsar útgáfur af í festingum í mismunandi útliti en öll höfðu þau það sameiginlegt að hafa einhvern tíman þjónað tilgangi hjá mér, skáru sig úr því þau voru ekki eins og hin. Þau voru ekki skrúfur. Þarna voru illa útlítandi fyrrverandi vinnandi tól sem höfðu trúlega villst í kassann minn góða, en áttu samt fullt erindi þarna.

Þetta eru samfélagsþegnar sem hafa verið mjög ósáttir, hafa misst allt sitt en enginn vill koma þeim til hjálpar. Eru nokkuð stór hluti af heildar myndinni. Svo var ég með gott safn af meðal skrúfum, skrúfum sem voru sæmilega fægðar, samt nokkuð margar skítugar eftir að hafa þjónað heildinni. Þær voru af ýmsum gerðum, en allt voru þetta jafningjar. Vildu sumar vera stórar og kusu samkvæmt því og höfðu gert það lengi en voru núna búin að átta sig á að þau voru ekki í hópi þeirra stóru sem gnæfðu yfir allt og virtust eiga svæðið. Þau höfðu verið plötuð. Þetta voru meðal Jón og meðal Gunna. Skrúfur sem í daglegu tali eru taldar í millistétt.

Það sem ég sá svo var að minnstu skrúfurnar voru ansi margar, þær voru í heildina minni en miðlungs skrúfurnar en þær voru samt fleiri. Þær voru skítugar enn sumar voru námsfúsar og höfðu verið notuð fyrst þar sem stærri skrúfur tóku svo við. Þegar búið var að þróa hlutina. Þær voru fyrir mér einmanna, yfirgefnar og þurftu að berjast fyrir sínu.

Þær voru búnar að vera undir allan tíman í dollunni minni góðu. Sáust ekki. Þær voru settar á sama plan og festingarnar. Því festingarnar áttu það nefnilega sameiginlegt að þurfa að berjast fyrir sínu. Þau höfðu kannski náð sér á strik einhvertíma og gert góða hluti en svo kom eitthvað uppá og þau urðu undir og samfélag litlakerfis skrúfanna vildi ekki hjálpa þeim, þó svo á fjögurra ára fresti kom það upp að það ætti að gera allt fyrir þennan samfélagshóp. Þau eru þessi hópur sem er reiður öllu sem undan hefur gengið og vilja sá breytingar, á þeim hefur verið troðið og ekki sýnd virðing. Þau vilja sjá að allir séu saman í þessu samfélagið. Þau vilja ekki að stóru skrúfurnar fái arð af öllu og eigni sér allt. Margir hverjir af þessum íhlutum höfðu lagt sig allan fram alla sýna ævi, en uppskáru ekki frá þeim sem stjórnartauminn höfðu.

Í huga mínum fór ég á flug, hugsaði út í það fólk sem hefur orðið undir í samfélaginu. Fólk sem hefur stutt sig við það að þeir sem geta boðið fram aðstoð geri það. Í litlakerfinu þar sem sveitastjórnin er, ætti að vera auðvelt að vera með persónulegri tengingu. Hafa skilning á þörfum samborgara. Þeir sem því stjórna vilja oft komast í stórakerfið sem er landspólitíkin. Þetta fólk hefur átt öll tækifæri til að laga hluti þeirra sem minna mega sín innan síns samfélags en því miður þá hefur það ekki haft vilja til að vinna fyrir litla manninn. Núna er þetta fólk á leið í stórakerfið, vonar að það verði vinsælt og þurfi ekki að hafa persónuleg viðtöl við litlu skrúfurnar eða sérstaklega íhlutina því þeim finnst þau vera samfélaginu dýr, það er held ég þeirra ósk. Þetta er fólkið sem ætti að vera með bestu yfirsýn frá sveitastjórnum til að aðstoða skrúfurnar og íhlutina og allra þeirra sem minna mega sín.

Hvað ætlar þetta fólk að reyna á svæði stóra kerfisins. Þegar það getur ekki hjálpað náunganum í samfélaginu. Þessu lita samfélagi sem sveitastjórnamálin snúast um. Það virðist vera óvinsælt að leggja til hjálparhönd til þeirra sem virkilega þurfa þess. Sem betur fer er það ekki mjög stór hópur en sveitastjórnarmenn hafa séð það að þau munu ekki skipta máli í atkvæða smölun. Af hverju þá að eiða í þau orku sem er oft örlítið kostnaðarsamari en annað. Ég vona að þetta fólk eigi ekki eftir að þurfa að nota þessi úrræði sem litlu skrúfurnar og íhlutirnir er að fá að leita sárþjáðir í.

En aftur að dollunni minni. Hún er orðin tóm og allir komnir í sinn hóp á borðinu. Eins og ég sagði þá eru þarna nokkuð stór hópur sem hefur orðið útundan, eru öðruvísi. En svo eru þarna margir litlir sem ég veit að eiga eftir að vera undirstaða margra minni verka og trúlega á eftir að togna úr þeim.

Ef við hefðum ekki litlu skrúfurnar í dag sama hverrar þjóðar eða útliti hún hefur þá væri framþróun engin. Við skulum muna að við erum verkamannaþjóð, og forfeður okkar unnu hörðum höndum berhentir til að láta samfélagið dafna. Þetta var gert í sameiningu. Í þá daga hafði stóra skrúfan skilning á því að allir vinni saman og gaf góðan arð til samfélagsins. Í dag er ekki hægt að láta Excel kerfið setja vörurnar í kassa eða hillur. Excel kerfið getur heldur ekki fiskað fiskinn, byggt hús eða framleitt vöru. Það eru stóru skrúfurnar sem sjá um að gefa leyfið, þ.e.a.s af því sem þau vilja ekki sjálf eiga og hirða arðinn af.

 En stóru skrúfurnar gera samt stærstu mistökin fyrir heildina. Það er ekki stóra tjónið að einn og einn kassi mislukkast þegar stóra skrúfan er búin að tæma allt úr matsalnum og hinar skrúfurnar og íhlutirnir hafa ekkert til að bíta eða brenna, hafa kannski tækifæri til þess en það er orðinn of stór biti fyrir þau og trygging stóruskrúfunnar til að halda sínu fer öfugt ofan í hinar skrúfurnar og íhlutina með verðtryggingunni. Stóraskrúfan fitnar og fitnar þegar verðtryggingin bítur aðra samfélagsþegna vel í rassinn, það illa að eignarhlutinn brennur hratt upp.

Milliskrúfurnar koma hlutunum af stað en það eru alltaf litluskrúfurnar sem gera verkið eins og það mun lita út í restina. En svo eru það íhlutirnir: naglarnir, boltarnir, rærnar og skinnurnar o.f.l sem hafa reynt að koma sér áfram. Sum misvel og í einhverri ástæði hafa þau misst taktinn og orðið að bagga hjá samfélaginu, eða það finnst stjórnendum í millikerfinu. Eða það finnst stóru skrúfunum í stórakerfinu allavega og milliskrúfurnar sem langar svo að vera stórar í hvoru kerfinu.

Ef þú skilur þennan pistil hingað til þá má ég telja þig góðan, ég tel þig vera hreinræktaðan íslending sem hefur þjónað öðrum til þess að heildin haldist saman. Hugsaðu þig vel um næstkomandi laugardag hvar þú ætlar að setja Xið. Hættum að láta stóru skrúfurnar bíta okkur og brenna.