Ellert gefur út nýtt lag

1.Febrúar'17 | 22:15

Sjógarpinum Ellert Jóhannssyni er eins og Grindvíkingum er kunnugt fleira til lista lagt en að draga fisk úr sjó. Hann semur einnig lög og texta og í dag kom nýjasta lag hans, Mother (Point of no return) út. 

Ellert flytur lagið, auk þess að semja lag og texta. Stefán Örn Gunnlaugsson sá um upptökur auk þess að spila á gítar og hljómborð og syngja bakraddir. Aðrir hljóðfæraleikarar eru Ingimundur B. Óskarsson á bassa og Eysteinn Eysteinsson á trommum

„Lagið fjallar um áhrif okkar mannanna á jörðina,“ segir Ellert. „Hversu illa við komum fram við móður allra mæðra og hvernig við þurfum að fara að hugsa okkar gang.“