Myndband dagsins!

10.Febrúar'17 | 08:16

Ofurskálin eða ,,Superbowl” eins og kaninn kallar það var leikin í fimmtugasta sinn í henni Ameríkunni sunnudaginn síðasta. 

Þessi leikur snýst ekki einungis um Amerískan fótbolta heldur einnig hálfleiksskemmtunina og auglýsingarnar, en fólk bíður jafnt spennt við skjáinn ef ekki spenntari fyrir hálfleiknum en leiknum sjálfum. Í ár tróð Colplay upp ásamt, Bruno Mars og Beyoncé Knowles og var mikið talað um það á samfélagsmiðlum að þetta hafi verið besta hálfleiksskemmtun frá upphafi. Það er hægt að deila um það en hálfleiksskemmtunin árið 1993 var heldur ekki af verri endanum en það var engin annar en kóngurinn sjálfur Michael Jackson sem gjörsamlega reif þakið af kofanum. Hér fyrir neðan er hægt að finna myndbandið frá árinu 1993 og einnig frá skemmtunininni nú í ár (ekki í góðum gæðum).