Þorsteinn segir frá baráttunni við Bakkus

Að vökva blettinn sinn

16.Mars'17 | 16:30

Keflvíkingurinn Þorsteinn Gíslason hefur eins og margir aðrir háð baráttu við Bakkus, sem oft byrjar sem manns besti vinur, en endar hjá mörgum sem djöfull sem erfitt er að losna við.

 

Þorsteinn hefur nú verið edrú í tvö og hálft ár og í gær birti hann einlægan status á facebooksíðu sinni, sem hann gaf grindavik.net góðfúslegt leyfi til að birta. Líkt og kemur fram í status Þorsteins þá er meðferð bara fyrsta skrefið í átt að nýju lífi, edrúmennskan er vinna sem þarf að sinna lífið á enda.

Þorsteinn segir frá vinnunni í 12 spora kerfinu og hversu auðvelt er að fara af sporinu, en jákvæðnin skín í gegn. Það er von okkar að orð Þorsteins verði öðrum til hvatningar sem eru að velta fyrir sér hvort þeir eigi að stíga fyrsta skrefið í átt til betra lífs.

Hjálpar mér að segja frá
Þorsteinn segir að sumir hafi sagt að þeir myndu aldrei opna sig svona opinberlega af ótta við álit annarra. Þorsteinn segir hinsvegar að þetta hjálpi honum. Í þetta sinn þurfti hann þó að hugsa sig um, en ákvað að láta vaða.

Persónubreyting þarf að eiga sér stað
Þorsteinn lýsir því að persónubreyting þarf að eiga sér stað þegar snúa á lífinu við. Í byrjun þurfi að gera réttu hlutina með handafli, þar til þeir verða manni eðlislægir.

12 sporin besta verkfærið
Þorsteinn lýsir einnig hvernig 12 spora kerfið og vinnan með þau séu besta verkfærið til að ná góðum árangri. 

Féll án þess að drekka
Að lokum lýsir Þorsteinn því hvernig lífið hrundi, þar sem hann sinnti ekki 12 spora vinnunni. En þó án þess að leita aftur í flöskuna því Þorsteinn hefur ekki drukkið frá því að hann lauk meðferð sinni. Honum leið þó eins og hann hefði dottið í það, því honum fannst hann hafa skemmt það mikið fyrir sjálfum sér.

Facebook status Þorsteins má lesa í heild sinni hér.