Yfirheyrslan: Arnar Már Ólafsson

Allt sem ég geri, geri ég með glæsibrag

17.Mars'17 | 08:00

Arnar Már Ólafsson situr fyrir svörum í Yfirheyrslunni þessa vikuna. Arnar Már er liðsstjóri hjá meistaraflokki karla í knattspyrnu, aðstoðarhúsvörður og stuðningsfulltrúi í Hópsskóla og jafnframt einn mesti göngugarpur Grindavíkur. Arnar Már er bestur í að vera jákvæður og brosmildur og óttast ekkert í lífinu, heldur telur það langbest að njóta hvers dags eins og hann kemur.

Fullt nafn: „Arnar Már Ólafsson.“

Stjörnumerki. „Naut, ég á afmæli 16. Maí.“

Vinna og/eða nám: „Ég vinn í Hópsskóla sem aðstoðarhúsvörður og stuðningsfulltrúi.“

Fjölskylduhagir: „Ég er á lausu, bý í foreldrahúsum (ma og pa).“

Fæddur og uppalinn: „Ég er fæddur í Reykjavík og uppalinn í Grindavík.“

Hvað færðu þér í morgunmat: „Ég borða helst hafragraut með döðlum eða epli.“

Hvað óttastu: „Ég óttast ekkert í lífinu, það er langbest að taka einn dag í einu og njóta.“

Í hverju ertu bestur: „Ég er bestur í að vera jákvæður og brosmildur.“

Í hverju ertu lakastur: „Ég held ég sé ekki lakastur í neinu því að allt sem ég geri, það geri ég með glæsibrag.“

Hverju myndirðu breyta ef þú værir forsætisráðherra í eina viku: „Ég myndi lagfæra Grindavíkurveginn.“

Mér finnst gaman að: „Mér finnst mjög gaman að ganga og hlusta á tónlist.“

Fyrirmynd: „Mín fyrirmynd í dag er Logi Geirsson.“

Uppáhaldshljómsveit: „U2.“

Uppáhaldskvikmynd: „Íslenskar kvikmyndir.“

Uppáhaldssjónvarpsþættir: „Íslenskir þættir.“

Uppáhaldsbók: „Það fæðist enginn atvinnumaður og Ein á enda jarðar.“

Uppáhaldsstjórnmálamaður: „Enginn.“

Uppáhaldsmatur: „Saffran og Hjá Höllu í Grindavík.“

Uppáhaldsdrykkur: „Vatn og hámark.“

Hver væri titill ævisögu þinnar: „Aldrei gefast upp.“

Fyrsta starfið: „Fyrsta starfið hjá mér var upp í Hópsskóla.“

Fallegasti staður á Íslandi: „Húsavík.“

Leyndur hæfileiki: „Mínir hæfileikar eru að vera jákvæður og hjálpsamur.“

Besta ákvörðun sem þú hefur tekið: „Að breyta um lífsstíl, fara úr 130 kg. Í 75 kg.“

Gæludýr: „Á mínu heimili er einn köttur, við vorum með gullfiska.“

Á hvaða útvarpsstöð hlustar þú: „Ég hlusta á FM95BLÖ og útvarpsstöðina hér í Grindavík.“

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: „Það er ekkert atvik sem ég man eftir.“

Hver er fyrsta endurminning þín: „Það er ekkert sem kemur upp í hugann núna.“

Lífsmottó: „Að vera góður við allt og alla í lífinu.“