Áskorun Barnaheilla um gjaldfrjálsan grunnskóla

Börn upplifa mismunun

17.Mars'17 | 23:30

Barnaheill standa fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að breyta grunnskólalögum og afnema gjaldtöku fyrir námsgögn.

 

Á heimasíðu Barnaheilla segir Ragnheiður Davíðsdóttir grunnskólakennari í Reykjavík og foreldri þriggja barna á grunnskólaaldri svo frá að „sums staðar er ástandið það slæmt að skólinn þarf að taka sum börn undir sinn verndarvæng og útvega þeim námsgögn. Þá finna börnin til vanmáttar gagnvart umhverfi sínu, önnur börn taka eftir þessu og þannig upplifa börn mismunun og líða fyrir slæma efnahagsstöðu foreldranna:"

Öll börn eiga rétt á grunnmenntun án endurgjalds samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest. Í 2. grein sáttmálans er jafnframt kveðið á um að ekki megi mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra, svo sem vegna efnahags.

Smelltu hér til að skrifa undir áskorun Barnaheilla og hjálpaðu samtökunum að ná 10.000 undirskriftum til að afhenda menntamálaráðherra. 

Þegar þetta er skrifað eru undirskriftirnar orðnar 5.043.