Grindavík - Þór Þorl. 99-85

17.Mars'17 | 07:47

Grindvíkingar byrja úrslitakeppnina vel. Grindavík vann öruggan heimasigur á Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í kvöld. Lokatölur 99-85 og Grindavík því komið í 1-0 í einvíginu.

Lewis Clinch var stigahæstur heimamanna með 23 stig og Þorleifur Ólafsson skoraði 20 og tók 8 fráköst. Ólafur Ólafsson hafði hægt um sig, skoraði 2 stig í fyrri hálfleik en endaði með 13 alls.

Hjá Grindavík var Maciej Baginski atkvæðamestur með 27 stig og Tobin Carberry kom fast á hæla honum með 26 stig auk þess að taka 9 fráköst.