Börn sérstaklega velkomin

Fyrsta Moomin kaffið í Helsinki

19.Mars'17 | 14:20

Fyrsta Moomin kaffið opnaði í Helsinki í Finnlandi í desember síðastliðnum og geta aðdáendur persóna bóka Tove Jansson því sötrað kaffibollann sinn innan um myndir og vörur tengdar Moomin sagnaheiminum.

Persónurnar úr Moomin bókunum eiga sér aðdáendur um allan heim, þar á meðal hér á Íslandi og ganga bollar og annar varningur kaupum og sölum í grúbbunni Múmínmarkaðurinn á facebook. Kaffihús tileinkuð Moomin eru um allan heim, en þetta er það fyrsta í Helsinki, en stefnt er að því að opna þrjú önnur síðar