Ræður fæðingarmánuðurinn einhverju?

Lyndiseinkunnir kvenna

19.Mars'17 | 18:00

Í almanaki Ólafs S. Þorgeirssonar birtist eftirfarandi mynd árið 1900. Á myndinni er lyndiseinkunnum kvenna lýst eftir fæðingarmánuði þeirra. Passar þetta við þig sjálfa eða  vinkonur þínar. Karlmenn passar þetta við konurnar í lífi ykkar? 

 

Samkvæmt upplýsingum internetsins kom Almanak Ólafs S. Þorgeirssonar út árlega á íslensku í Winnipeg í Kanada frá 1894 til 1954.
Upphaflegur útgefandi var prentarinn Ólafur S. Þorgeirsson sem hafði flutt rúmlega tvítugur til Vesturheims frá Akureyri árið 1887. Í fyrstu var almanakið prentað í prentsmiðju Lögbergs. Eftir lát Ólafs 1936 hélt Thorgeirsson Company áfram útgáfu þess. Almanakið innihélt dagatal æviþætti, smásögur og yfirlit helstu atburða líðandi árs, þar á meðal fréttir af andláti Vestur-Íslendinga.