Heimilislaus Spánverji fékk á dögunum algjöra umbreytingu - Myndband

20.Mars'17 | 02:38

Heimilislaus Spánverji fékk á dögunum algjöra umbreytingu – eftir að hárgreiðslukona sem þekkti til hans tók hann í stólinn til sín. 

Josete, eins og hann er kallaður, er 55 ára gamall og heldur til á torginu í Palma á Mallorca. Þar nær hann sér í pening fyrir mat með því að hjálpa fólki að finna stæði og leggja bílum sínum.