Grindavík í 4-liða úrslit

13.Apríl'17 | 07:55
grindavik_leiknirr_020616_018

Mynd: Hilmar Bragi, Víkurfréttir

Leikurinn var í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins og Grindavík er því komið í undanúrslit þar sem þeir mæta KA. 

„Þetta var flottur leikur. Við náðum að halda skipulagi mjög vel og planið gekk vel upp," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 4-1 sigur á ÍA í Lengjubikarnum í kvöld. 

„Mér líst vel á þetta. Við höfum oft spilað við KA, við spiluðum við þá fyrir viku síðan á Spáni og við fórum með þeim upp úr Inkasso-deildinni, þannig að við þekkjumst vel." 

„Það er alltaf gaman að spila við KA, okkur hlakkar til," sagði Óli Stefán að lokum, en leikurinn er á fimmtudaginn fyrir norðan. 

ÍA 1 - 4 Grindavík

0-1 Ingvar Þór Kale ('1 , sjálfsmark) 
0-2 Andri Rúnar Bjarnason ('12) 
1-2 Hafþór Pétursson ('15 ) 
1-3 Andri Rúnar Bjarnason ('29 ) 
1-4 William Daniels ('53) 

Hér má sjá viðtalið í heild sinni.

Frétt frá Fótbolta.net.