Vegagerðin

Ábendingar frá veðurfræðingi

17.Apríl'17 | 10:34
203D475EB0BE81EFC00850DDE4B96C4ADAB9C5BA738470DD417D282FE132BBC3_713x0

Mynd/Veðurstofa Íslands

Óveður er á Kjalarnesi og Grindarvíkurvegi. Vegir eru að heita má greiðfærir á Suðurlandi en nú er að byrja að élja á leiðinni austur fyrir Fjall . Hálkublettir eru á Sandskeiði.


Spá um storm og hríðarveður á fjallvegum virðist ætla að ganga eftir í öllum meginatriðum. Byrjar vestan- og suðvestanlands með snjókomu á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum um og fyrir hádegi. Efst á Hellisheiði og Mosfellsheiði verður snjóbylur með 16-20 m/s frá því um kl. 12 til 14 en hlánar þar undir kvöld. Hviðurveður í SA-áttinni undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi, 30-35 m/s þegar líður á morguninn en allt að 40-45 m/s frá því um hádegi og nær hámarki síðdegis. Á Steingrímsfjarðarheiði, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Þverárfjalli og Öxnadalsheiði versnar veður með skafrenningi og ofankomu, einkum upp úr kl. 15 til 16. Þá verður einnig blint með köflum á Möðrudalsöræfum þegar líður á daginn.