Óli Stefán er ekki sáttur með leikjaprógram KSÍ

Viðtal við Óla og Gunnar eftir leikinn við KR

18.Apríl'17 | 02:29

Grindvíkingar töpuðu úrslitaleiknum í Lengjubikarnum gegn KR í dag og var Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur ekki ánægður með leikinn. 

 

„Leikurinn var örugglega ekki sá skemmtilegasti enda þurftum við að halda bæði okkar skipulagi og aga. Svona framan af var ég nokkuð sáttur með það. En svo fór að slitna í sundur í lokin hjá okkur," sagði Óli Stefán. 

Það vantaði nokkra lykilleikmenn í lið Grindavíkur í dag en það voru sex leikmenn meiddir. 

„Við erum hreinlega í þeirri stöðu að við erum að spila okkar sjötta leik á átján dögum og þar af fjórir KSÍ leikir. Við spilum 8-liða úrslit, undanúrslit og úrslit á viku. Hópurinn minn er bara þannig að það eru sex leikmenn sem eru meiddir núna í dag og hann er ekki stór fyrir, þannig þetta snertir okkur gríðarlega." 

Óli Stefán er ekki sáttur með leikjaprógram KSÍ. 

„Satt að segja þá skil ég ekki KSÍ að setja okkur í þessa stöðu, einfaldlega vegna þess að þeir leggja leikmennina okkar í hættu en ég er ekki maður afsakana. Ég tek stöðuna eins og hún er og reyni frekar að horfa á það sem við fáum út úr þessu. Það sem að gerist er að leikmenn sem hafa verið að bíða eftir tækifæri, fá tækifæri á stórri stundu og standa sig vel. Ég skil ekki KSÍ að setja leikmenn í þessa stöðu tveimur vikum fyrir mót." 

Óli Stefán býst við að styrkja hópinn fyrir fyrsta leik í Pepsi-deildinni. „Við erum að vinna í því að reyna stækka hópinn aðeins. Við erum að skoða inn í varnarlínuna og kannski út í vængjunum." 

Allt viðtalið við Óla Stefán og Gunnar má sjá hér á neðan.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: