Hin hliðin: Guðrún Bentína Frímannsdóttir

19.Apríl'17 | 06:11

Grindavík í Pepsi-deild kvenna er spáð 7. sæti í deildinni en þær eru nýliðar í deildinni. Í dag er það ein af reynslu mestu leikmönnum liðsins, Guðrún Bentína Frímannsdóttir sem sýnir á sér hina hliðina. 

 

Fullt nafn:Guðrún Bentína Frímannsdóttir 

Gælunafn sem þú þolir ekki: Gugga Lín 

Aldur: 29 ára 

Hjúskaparstaða: í sambúð með Marteini Guðbjartssyni 

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Árið 2005 á móti Þrótti 

Uppáhalds drykkur: Kók 

Uppáhalds matsölustaður: Vegamót 

Hvernig bíl áttu: Nissan qashqai 

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Greys anatomy, How to get away with murder, Friends og The good wife 

Uppáhalds tónlistarmaður: Ed Sheeran, Sam Smith og Beyonce 

Uppáhalds samskiptamiðill: Facebook, instagram og snapchat 

Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Rannveig Jónína 

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Banani, hnetusmjör og snickers 

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Hæ elskan. Ég er að kenna 2-5 en Þórveig kemur (ég að byðja pabba um pössun) 

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með:Keflavík 

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Harpa Þorsteins 

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt:Sara Björk (aldrei hlupið jafn mikið í einum leik að elta hana) 

Sætasti sigurinn: Það er alltaf jafn gaman að vinna Keflavík 

Mestu vonbrigðin: Að komast ekki upp í pepsí árið 2015 

Uppáhalds lið í enska: Arsenal 

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ingibjörg Sigurðardóttir í Breiðablik 

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ:Reyna að fá fleiri kvenkyns dómara 

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ísabel Jasmín Almarsdóttir 

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Gunnar Þorseinsson 

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Dröfn Einarsdóttir og Guðný Eva Birgisdóttir 

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Lauren Brennan 

Uppáhalds staður á Íslandi:Grindavík 

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar við vorum að spila bikarleik á móti Þrótti eitt árið og samherji minn bað um að fá að fara á klósettið í miðjum leik. Vissum ekki hvort við ættum að hlægja eða gráta. 

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Kyssi strákana mína 

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum:Já fylgist mikið með körfuboltanum 

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas primeknit 

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Engu sem ég man eftir 

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Euphoria með Loreen 

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég dúndraði bolta í hausinn á þjálfaranum mínum, ætlaði að sparka í markið en hann var bara skyndilega fyrir og hann var vægast sagt ósáttur. 

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju:Áslaugu Gyðu til að ég gæti hlegið allan tímann, Önnu Þórunni því hún myndi finna eitthvað gúrme að borða á þessari eyðieyju og Dröfn til að hlægja ennþá meira. 

Frétt frá Fótbolta.net.