Langar þig að taka þátt í frábæru starfi með meistaraflokki kvenna í sumar ?

20.Apríl'17 | 15:26

Meistaraflokksráð kvenna Grindavík leitar að áhugasömum einstaklingum  til að aðstoða og hjálpa til við skipulag á heimaleikjum í sumar. Grindavíkurstúlkur munu spila í pepsideild í sumar er því mikilvægt að skipulag sé til fyrirmyndar. Þetta getur verið allt frá þátttöku í einstökum verkefnum  eða vera til aðstoðar á heimaleikjum.  


Það er stutt í fyrsta heimaleik sem er 3.maí. nk
Verkefnin verða fjölbreytt og skemmtileg  
 
•         Skipulag  á heimaleikjum, matur og fleira 
•         Skipulag og umsjón viðburða á heimaleikjum
•         Taka þátt í að auglýsa leiki 
•         Sjá um samfélagsmiðla vegna mfl. kvenna
•         Upptökur á leikjum og svo framvegis….

Þeir sem vilja leggja okkur lið á einn eða annan hátt eru beðnir um að hafa samband við okkur í kvennaráði sem fyrst


Ágústa Jóna     867-7033
Gerður Björg   868-9005
Magga               862-5858 


Einnig er hægt að senda póst á bjarmagg@simnet.is

Margar hendur vinna létt verk hlökkum mikið til að sjá ykkur á vellinum í sumar 
Áfram Grindavík !!!