Páll Valur teflir fyrir stríðshrjáð börn

13.Maí'17 | 06:10

Hrafn Jökulsson freistar þess að tefla 200 skákir á 30 klukkustundum og safna áheitum fyrir Fatimusjóðinn og UNICEF fyrir stríðshrjáð börn í Jemen og Sýrlandi, en eins og allir vita þá búa þau við hræðilegar aðstæður, stríð og hungursneyð. Páll Valur Björnsson var mættur til að taka eina skák við Hrafn, en Grindvíkingurinn Páll er þekktur fyrir baráttu fyrir málefnum barna.

Páll varð að játa sig sigraðan í skákinni en hann naut góðrar aðstoðar Jóhönnu Engilráðar dóttur sinnar. Það var þó hugurinn á bak við skákina sem að mestu máli skipti í þetta sinn. Þeir eru miklir hugsjónamenn sem að tefldu þessa skák, bæði Páll og Hrafn. Við vonum að söfnunin gangi vel.