Steikarsamlokan hans Jóa Ólafíu

Kokkur vikunnar er Jóhann Kristmundsson

17.Maí'17 | 15:11

Takk Ragga. Gaman að fá þessa áskorun og það frá snilldar kokki, lít á þetta sem mikið hrós. Uppskriftin sem ég kem með má rekja til þess að ég ákvað að gleðja konuna mína þegar við áttum 22 ára sambandsafmæli. 

 

Okkur finnst gaman að elda og borða og því lá það í augum uppi að sælkeramáltíð væri lykillinn að góðu kvöldi. Ég er mikið fyrir kjöt  og hún elskar gott brauð. Mín eigin áskorun var því móttekin og ég byrjaði á því að googla á netinu, fékk ýmsar hugmyndir og leitaði í eigin gagnabanka = Hugmynd að steikarsamlokunni varð að veruleika.  

Best er að taka það fram að ég er “dass” kokkur – ég set smá af þessu, slatta af hinu og spila svo af fingrum fram. Þannig að ég set fram áætlun, kaupi inn en breyti ef þurfa þykir eða hugurinn segir til um. Allt eftir því hvað er best hverju sinni.

 

Sósan
1 dós Bernaise (hvaða tegund sem er) 

 

Grænmeti
Byrjið á að skera grænmetið niður

  • Gulur laukur (steikja allan)

  • Rauð papríka (steikja ½)

  • Gul papríka (steikja ½)

  • Sveppir (steikja alla)

  • Lambasalat ((steikja ½)

  • Tómatar – sneiða og nota ferska á samlokuna

  • Rauðlaukur – sneiða og setja á samlokuna

  • Sneiðið niður gula laukinn og brúnið upp úr smá olíu bætið við helmingnum af papríkunum og brúnið með. Bætið síðan sveppunum út í og helmingnum af kálinu í lokin. Takið til hliðar og geymið.  

 

Kjötið

Stórt bréf Beikon
½ nautalund

Dressing á kjötið (eða kryddið)
dass af Sítrónupipar
dass af Sojasósa
dass af Ostrusósa

Byrjið á því að steikja beikonið – lagt til hliðar á pappír (láta fituna renna aðeins af). Nautalundin er skorin með smá frosti í – í örþunnar sneiðar (3mm). Kjötið er steikt upp úr olíu og krydda með sítrónupipar og soja- og ostrusósa er dreift yfir og kjötið mallar aðeins í þessu. 


Snittubrauð með ólívum 
Brauðið er skorið þversum og ristað í ofninum. Eftir að brauðið er tekið út geri ég smá dæld í það til að koma meiru fyrir á milli. Bernaise sósan er smurð á brauðið, kjötið og beikonið raðast á og svo grænmetið. Skerið í passlega skammta og njótið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég skora á tengdapabba minn hann Guðfinn Friðjónsson – mikill listakokkur þar á ferð.