Viðtal við Róbert þjálfara Grindavíkur eftir 4:0 tap gegn ÍBV

17.Maí'17 | 05:59

Viðtal við Róbert þjálfara Grindavíkur eftir 4:0 tap gegn ÍBV í Pepsi-deild kvenna í knatt­spyrnu á mbl.is.

 

„Þetta var fyrsta prófið gegn liði sem er spáð ofar en við. Við byrj­um hrika­lega með því að fá á okk­ur mark í byrj­un og ÍBV hefði getað skorað meira. Við unn­um okk­ur svo vel inn í leik­inn um miðjan fyrri hálfleik­inn. Vendipunkt­ur leiks­ins er svo að við fáum dauðafæri og náum ekki að nýta það. Það á eft­ir að koma í ljós hvort bolt­inn var inni eða ekki, svo fór ÍBV í næstu sókn og skora 2:0, rétt fyr­ir hlé. Ég breytti aðeins í seinni hálfleik en það gekk ekki upp, við vor­um í basli með hraða sókn­ar­menn þeirra."

„Við reynd­um að hressa upp á þetta, við vor­um búin að hlaupa mikið í fyrri hálfleik. Lauren var búin að vera veik í vik­unni, svo hún var ekki klár í heil­an leik á meðan Sara var ný­kom­in heim frá Banda­ríkj­un­um, svo það var til­valið fyr­ir þær að fá hálf­an leik."

Hin bras­il­íska Thaisa er búin að vera einn allra besti leikmaður Grinda­vík­ur í sum­ar, en hún var ekki með í dag vegna meiðsla. 

„Hún lenti í meiðslum í KR leikn­um og hún er að vinna sig til baka. Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni HÉR