Anna Þórunn og Sara Hrund fá viðurkenningu

18.Maí'17 | 06:24

Kvennaráð Grindavíkur í knattspyrnu afhenti Önnu Þórunni og Söru Hrund gjafir fyrir leikinn gegn ÍBV fyrir að vera komnar yfir 100 leiki fyrir Grindavík. 

Knattspyrnulið vilja byggja grunn sinn á leikmönnum sem að eru traustir og trúir sínu liði. Það er því afar mikilvægt að leikmenn finni að það skipti máli að hjartað slær með liði Grindavíkur. 

Til hamingju Anna og Sara