Kótilettukarlar og kerlingar Grindavíkur

19.Maí'17 | 16:38

Það er komið að því. Kótilettukvöld sunddeildar UMFG verður haldið annaðkvöld laugardagskvöldið 20.maí. Kótilettur í raspi, maður lifandi hvað þær eru góðar. Sunddeildin er líka með heimsendingu á þessum úrvalsrétti.

Einn skammtur er 5 stk kótilettur brúnaðarkartöflur grænarbaunir, rauðkál, smá feiti og rabbarasulta. Ef sá sem að þetta ritar væri heima þá myndi hann panta þessa veislu fyrir fimm manna fjölskyldu, bara fyrir sig.

Kótilettukvöldið í Gjánni stendur frá kl. 18:00-20:00. Það er um að gera að kíkja í Gjánna, hitta mann og annan, spjalla um heima og geima, en síðast en ekki síst, borða góðan mat í frábærum félagsskap góðra Grindvíkinga, mundu líka að þú styrkir líka gott málefni í leiðinni. Munið eftir heimsendingum.

Hægt er að panta í símum hjá eftirfarandi aðilum:

Magnús Már 788-4414 
Álfheiður 868-8714 
Þröstur 858-7127 
Guðmundur 893-6353