LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM

Tekinn á 147 kílómetra hraða

19.Maí'17 | 10:23
D391A3C6370B9527C4337DEC446908196E0D287A95EB06753B0B9669E1192E0E_713x0

Mynd/visir.is

Allmargir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 147 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. 

Brotið er honum dýrkeypt því hans bíður 130.000 króna sekt, svipting ökuleyfis í einn mánuð og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá. Þá voru nokkrir ökumenn staðnir að því að virða ekki gangbrautarrétt, tala í síma án handfrjáls búnaðar eða aka án þess að spenna öryggisbelti. Einn ók sviptur ökuréttindum.