Fiskisúpa að hætti Guffa

Guðfinnur er kokkur vikunnar

24.Maí'17 | 07:06

Takk fyrir áskorunina Jói. Uppskriftin sem ég valdi er súpa sem þróaðist út frá austurlenskri matargerð. Ég ráðlegg fólki að elda mikið magn þar sem súpan er betri daginn eftir.

 

 

 

500 gr þorskhnakki (frá Hafinu) skorin í bita, sítrónusafi kreistur yfir og svartur pipar. Þetta er látið bíða á meðan unnið er í hinu.

 

 

 

 

     

 

 • 2 laukar skornir í báta

 • 60 gr engifer skorið mjög smátt

 • 2 kúfaðar tsk karrý

 • 2 dósir kókosmjólk light

 • 1 dós vatn

 • 1 poki asísk grænmetisblanda

 • 1 sæt kartafla - meðalstór 

 • 1 teningur grænmetiskraftur

 • 4 msk  asísk fiskisósa

 • 2 msk ostrusósa

 • 2 msk sweet chilli (þeir sem vilja)

 • Salt eftir smekk

 

 

Steikja lauk og engifer upp úr olíu. Kókosmjólk og vatn sett saman við ásamt karrýinu og súputeningnum og sætu kartöflunni. Suðan látin koma upp. Grænmetisblandan sett saman við og látið malla í 20 mín. 
Síðan er fiski- og ostrusósu (sweet chilli) bætt út í og látið malla í 20 mín í viðbót.
Fiski raðað yfir ásamt koríander, látið malla áfram í 4 mín. Slökkt undir og látið bíða í 20 mín. 

                                    

Borið fram með grófu brauði. 

Ég skora á vin minn Steinar B. Magnússon, matreiðslumann og verslunarstjóra í Hafinu Hlíðarsmára.