Íslandsmeistaramót Sjóarans Síkáta í Ísbaði

12.Júní'17 | 12:24
18953271_10210596375518032_6324624742582006823_o

Valgerður komin ofan í

Það voru nokkrir ískaldir einstaklingar sem að mættu og kepptu á íslandsmeistaramóti Sjóarans Síkáta í Ísbaði. Íslandsmet var slegið og síðan slegið aftur. Páll Hreinn Pálsson og Algirdas Kazulis enduðu saman með metið.

Þeir Palli og Alli voru tveir eftir og voru þeir búnir að slá íslandsmetið svo um munaði en hvorugur vildi fara uppúr nema að hinn færi á undan, þá var brugðið á það ráð að svipta þá sjálfræði og hífa þá uppúr nauðuga viljuga og voru þeir miskátir með það.
Takið eftir að íslandsmetið sem að sett var 24. maí sl. á Blönduósi er tvíslegið í þessari keppni.

Fyrst slær Siggi metið á tímanum 25mín.og 10sek. Svo slógu þeir Algirdas og Pálli Hreinn nýslegið met hans og voru hvorki meira né minna enn 31.mín í ísbaði. Til hamingju með árangurinn.

Myndirnar tók Jón Steinar Sæmundsson. Hér fyrir neðan eru fleiri myndir.

Allt að vera klárt 

 

18920819_10210596371837940_5496557959723290532_o

Allir komnir ofan í

18950948_10210596367837840_3858776505351297576_n

Tímar keppenda

18954805_10210596372957968_3060985486910866936_o

Baðið klárt. 0° Celcius

19025275_10210596371037920_8938934365263175272_o

Palli slakur

19025280_10210596370997919_7824980281093559320_o

Valgerður

19055825_10210596375558033_5409816226806952425_o

Alli og Siggi