Í örmum hvers er Grindavíkurvegur, Nei Takk

17.Júní'17 | 03:14

Í örmum mínum er átta ára gamalt barn, augu hans voru stjörf hann er farinn. Uppi á vegi stendur unnusta mín og fjögur ára barn okkar.. Ég rek þau til baka í bílinn. Slysið var alvarlegt

Ég þekkti hann vel ásamt móður hans og föður. Stelpurnar sem voru fastar í bílnum, önnur var látin. Þessi dagur mun aldrei fara úr huga mér. Ég kallaði inn í bílinn, hönd annarrar var föst á milli stafs og hurðar, en hún muldraði. Ég þekkti röddina. Af stað fóru ótrúlegir hlutir í mínum huga, ég hugsaði mörg atvik á nokkrum sekúndum… bóndi kom, ég rak hann til að ná í dráttarvél sem gæti mögulega hjálpað okkur….. það voru 20 mínútur í næsta bæjarfélag þaðan sem hjálp var að fá. Ég hélt áfram að kalla eftir að hafa breytt yfir strákinn í örmum móður sinnar. Hann var látinn.  Bróðir hans hafði komist út úr bifreiðinni ásamt móður sinni án merkjanlegs skaða. Tveir sveitamenn voru komnir, viðbragð lögreglu var gott. Ég gat ekkert gert meira en að tala við stúlkuna sem var föst inni bílnum. Svör hennar voru muldur hin svaraði ekki. Ég þekkti þær báðar. Önnur þeirra lést. Þau létust bæði í þessu slysi. Orsakir slysins voru þau að bíl var ekið á vegarhelming þeirra á móti þeim, bílstjórinn sveigir frá en missir bílinn í vegkantinn og kastast aftur yfir á hinn vegkantinn og bíllinn veltur. Ég kem að. Þekki bílinn. Móðirin sem var ökumaðurinn kemst sjálf út ásamt eldri syni. Barn hennar hafði kastast út um afturrúðu bílsins í veltunni. Hann losaði sig til að ná sér í kex því var hann ekki í belti. Þetta gerðist á norðurlandi.

 

Grindavíkurvegur: 146 holur, demparar míns ökutæki þola vart lengur og það bara á aðra leiðina og á sama hjólið! . Hann var heppinn, hann náði tökum á mótorhjóli sínu, heppinn, hann stoppaði sveittur á mótorhjólinu, leit á mig stjarfur, trúlega sá hann líf sitt fjara út. Það er ömurlegt vitandi af þeim slysum sem hafa orðið á mínum aðalvegi til og frá vinnu skuli ennþá vera eins og hann er. Ég missti einn minn besta vin á þessum veg og kom að dauðaslysi þar fyrr í vetur. Það átti að fara fram umbætur.............. ég skil ekki af hverju er ekki búið að laga allar þessar ótæku holur sem á Grindavíkurvegi eru. Barni, nýlega komið með bílpróf......... erlendur ferðamaður............ Fólk þú og við. Er ekki hægt að laga þennan veg sem alltaf er rætt um að sé hættulegasti vegkafli Íslands. Pls lagið hann,mig langar ekki að þurfa að koma að dauða slysi númer þrjú í mínu lífi................ Hver varð niðurstaða úttektar á veginum frá því í vor? einhver? Bæjarstjórn? Vegagerð?... vinir deilið þessu svo fólk í bæjarstjórn Grindavíkur sjái þennan póst!!!!!

 

Þetta er ein af mínum reynslusögum, önnur er dauðaslys sem ég varð vitni að ofan við Bláa Lóns afleggjarann núna í vetur.  Ég hef misst of marga á veginum.  

 

Saga allra þessara slysa er mun ýtarlegri en ég greini frá.  Það tekur á að hugsa til þeirra minna vina sem ég hef misst á vegum úti. Af hverju. Vegirnir þurfa ekki að vera svona hjá okkur.  En pls lagið veginn okkar að Grindavík þessu er engum bjóðandi. Við viljum lifa veginn af, þetta er ekkert grín.