Grindavík lagði ÍBV

19.Júní'17 | 00:54

Spútniklið Grindavíkur vann góðan 3-1 sigur á liði ÍBV á heimavelli í gær. Þeir eru í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Valsmönnum sem náðu sér einnig í sigur í dag. 

 

Andri Rún­ar Bjarna­son skoraði fyrsta markið strax á fjórðu mínútu leiksins eftir flotta send­ingu frá Al­ex­and­er Veig­ari Þór­ar­ins­syni.  Andri Rún­ar átti síðan frábæra sendingu þegar hann lyfti bolt­an­um inn fyr­ir á Sam Hew­son sem bætti öðru marki okkar manna við á 23. mínútu. Andri Rún­ar bætti svo þriðja markinu við á 40. mínútu, hans níunda mark í deildinni í sumar. Eyjamenn náðu að minnka muninn í 3-1 á 60. mínútu.

Þetta er enn einn sigurinn hjá okkar mönnum í Grindavík. Til hamingju með það.

Næst fara okkar menn í Kópavoginn og spila þar við Breiðablik á mánudaginn 26. júní klukkan 20:00, okkur hefur gengið mjög vel á útivelli þannig að það ætti að vera gaman að smella sér á völlinn.

Grindavík 3 - 1 ÍBV
 1-0 Andri Rúnar Bjarnason ('4)
 2-0 Sam Hewson ('23)
 3-0 Andri Rúnar Bjarnason ('40)
 3-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('60)