Rannveig Jónína Guðmundsdóttir skrifar

AÐ GERA ÞAÐ SEM MANNI FINNST SKEMMTILEGT

3.Júlí'17 | 05:50

Rannveig skrifa grein í gær um lífstíll og hreyfingu inn á Pigment.is . Ef það er eitthvað sem ég hef lært þá er það að maður á að gera það sem manni finnst skemmtilegt að gera. Það er mikilvægt að rækta sjálfan sig og hlúa að sjálfum sér.

Það er magnað hvað fjallganga hefur góð áhrif á líkama og sál

 

Ekki gleyma þér

Við konur eigum það nefnilega oft til að gleyma okkur sjálfum og setjum alla aðra í fjölskyldunni í forgang. Sjálf reyni ég að taka smá tíma á dag til þess að hlúa að sjálfri mér. Líkamsrækt, golf, spinning og fjallgöngur eru áhugamálin mín og ég reyni að gera eitthvað af þessu daglega eða að minnsta kosti nokkrum sinnum í viku.


Ég kenni spinnig og það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri!


Það sem er hinsvegar gott við golfið og fjallgöngur, eða útivist almennt er að maður getur virkjað fjölskylduna með sér. Eins og við vitum allar þá þarf maður stundum að blanda þessu saman (þó svo að manni langi í smá “me time”). Við fjölskyldan erum öll í golfi nema sá yngsti. Einnig löbbum við saman á fjöll enda þurfum við líka að hreyfa ferfætlinginn okkar í leiðinni og því hentar það vel að fara í létta fjallgöngu eða fjöruferð með allri fjölskyldunni eða hluta hennar.


Skemmtileg hreyfing

Það er mikilvægt að finna sér hreyfingu eða líkamsrækt sem manni finnst skemmtilegt að gera því annars verður maður fljótt leiður og áhuginn dvínar. Fyrir mér finnst mér fjölbreytnin mikilvægust ásamt því að geta gert eitthvað ein og með fjölskyldunni. Sumarið er svo sannarlega tíminn til að gera eitthvað skemmtilegt fyrir sjálfan sig (eða með fjölskyldunni). Það er til fullt af frábærum gönguleiðum, léttum fjöllum og ýmsu öðru í nágrenni höfuðborgarinnar og reyndar um allt land.