Reggie Óðins með tvenna tónleika á Fish house

7.Júlí'17 | 09:22

Hljómsveitin Reggie Óðins ætlar að halda uppi fjörinu á Fish house dagana 7. og 8. júlí. Þau verða með tvenna tónleika, þannig að ef þið missið af öðrum þeirra þá mætið þið bara á hina. Báðir tónleikaranir verða frá 22:00 til miðnættis. Frítt er inn bæði kvöldin.

 

Reggie Óðins leikur frumsamið efni, popp og rokk sem jafnan er líkt við 70's/80's rokk. Hægt er að nálgast efnið frá þeim inni á youtube og einnig á spotify.