Grinda­vík er á toppi deild­ar­inn­ar

9.Júlí'17 | 19:55
978366

Ljós­mynd/​Vík­ur­frétt­ir

Grinda­vík komst á topp úr­vals­deild­ar karla í knatt­spyrnu þegar þeir unnu KA 2:1, þegar liðin mætt­ust í 10. um­ferð deild­ar­inn­ar á ­heimavelli okkar í dag. Valur getur endurheimt toppsætið með sigri á Stjörnunni í kvöld.

Leikurinn byrjaði þó ekki vel fyrir Grindvíkinga þar sem Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði mark á 19. mínútu. Stuttu seinna fékk Grindavík vítaspyrnu sem að Andri Rúnar Bjarnason var svo óheppinn að setja í stöngina. KA var því með 1-0 forystu í hálfleik.

Í seinni hálfleiknum voru okkar menn sterkara liðið. Marinó Axel Helgason jafnaði þegar 20 mínútur voru til leiksloka og nokkrum mínútum síðar fékk Grindavík aðra vítapspyrnu. Andri Rúnar steig aftur á punktinn og nú skoraði hann. 

Lokatölur 2-1 og frábær sigur í höfn hjá okkar mönnum. Sigrinum var fagnað sem aldrei fyrr eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan, enda höfum við Grindvíkingar haft nokkrar áhyggjur af meiðslum undanfarið.  Næsti leikur Grindavíkur í deildinni er á móti Fjölni á útivelli mánudaginn 17 júlí klukkan 19:15.